« 27. apríl |
■ 28. apríl 2014 |
» 29. apríl |
Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa hrundið nýjum refsiaðgerðum gegn rússneskum einstaklingum og fyrirtækjum í framkvæmd. Þar koma fyrirtæki tengd Vladimír Pútín Rússlandsforseta við sögu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu halda áfram að leggja undir sig opinberar byggingar í borgum og bæjum.
Bandaríkjastjórn beinir refsiaðgerðum vegna Úkraínu að innsta hring Pútíns
Bandaríkjastjórn kynnti mánudaginn 28. apríl nýjar refsiaðgerðir á hendur Rússum vegna deilunnar um Úkraínu. Aðgerðirnar beinast gegn lykilmönnum í rússneska stjórnkerfinu og fyrirtækjum sem tengjast nánustu samstarfsmönnum Pútíns. Markmiðið er að knýja Rússa til að láta af þrýstingi og hótunum í ...
Brussel: Fundur sendiherra í dag um nýjan svartan lista
Sendiherrar frá aðildarríkjum ESB koma saman til fundar í Brussel í dag til þess að bæta nýjum nöfnum á svartan lista ESB yfir rússneska ráðamenn sem refsiaðgerðum er beint að vegna Úkraínumálsins. Tengsl eru á milli ESB-ríkjanna, Bandaríkjanna, Kanada og Japans vegna þessara aðgerða.
Forseti Finnlands: ESB verður að huga að nýjum refsiaðgerðum gagnvart Rússum
Sauli Niinistö, forseti Finnlands sagði í gær, sunnudag, að Evrópusambandið yrði að huga að nýjum refsiaðgerðum gegn Rússum, ef engar vísbendingar komi fram um að öldur lægi í Úkraínu. Ummæli forsetans vekja athygli vegna náinna samskipta Rússa og Finna.
Úkraína: Aðskilnaðarsinnar tóku lögreglustöð og ráðhús Konstantinovka í morgun
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu tóku í morgun á sitt vald lögreglustöð í borg sem heitir Konstantinovka og hafa líka tekið ráðhús borgarinnar. Kröfurnar eru hinar sömu og áður að sögn talsmanns héraðsstjórnar Donetsk, þjóðaratkvæði og eins konar sambandsríki. Sjónarvottur telur að um 20 grímuklæddir menn ráði nú ráðhúsi borgarinnar.
Órói og kvíði hjá Finnum og Svíum
Það er athyglisvert og umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hvað Svíum og Finnum er órótt vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. Varla líður sá dagur að ekki berist nýjar fréttir af þeim vettvangi. Nú um helgina var sagt frá því hér á Evrópuvaktinni að Svíar hyggist auka framlög sín til varnarmála um 12% á næstu 10 árum.
Hvort skilar meiru í pólitík - traust eða uppákomur og yfirborðsmennska?
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG hefur augljóslega náð til kjósenda og áunnið sér traust fólks sé tekið mið af skoðanakönnunum, Það traust hefur hins vegar ekki dugað til að styrkja stöðu flokks hennar að nokkru ráði.