Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Föstudagurinn 2. maí 2014

«
1. maí

2. maí 2014
»
3. maí
Fréttir

Frakkar missa hratt trúna á ESB

Nýleg könnun á vegum franska blaðsins Le Figaro sýnir að aðeins 44% Frakka telja að ESB sé landi sínu og þjóð til gagns. Þessi niðurstaða er í samræmi við þróun sem birst hefur í könnunum á viðhorfi Frakka undanfarin misseri.

NATO sendir fimm herskip til Litháens

Fimm herskip undir merkjum NATO lögðust að kvöldi fimmtudags 1. maí við bryggju í höfninni Klaipeda í Litháen. Um er að ræða skip í flota­deild sem sérhæfir sig í eyðingu tundurdufla. Skipin eru nú á ferð um Eystrasalt og er litið á þau sem lið í viðbúnaði á vegum NATO vegna átakanna í Úkraínu. Yfir...

Úkraína: Margir hafa fallið í Slovíansk - Rússar vilja neyðarfund í öryggisráðinu

Margir aðskilnaðarsinnar úr hópi Rússavina hafa fallið í átökum í austurhluta Úkraínu eftir að stjórnar­herinn hóf sókn inni í borgina Slovíansk, Oleksandr Turstjínov, starfandi forseti Úkraínu, segir að sóknin gangi eins hratt og hann hafði vænst. Aðskilnaðarsinnar hafa skotið niður tvær þyrlur Úkraínuhers, flugmaður og hermaður týndu lífi.

Svíþjóð: Sænskir hjúkrunar­fræðingar streyma til Noregs-launin tvöföld

Sænskir hjúkrunar­fræðingar og aðrir starfsmenn úr heilbrigðisgeiranum streyma nú til Noregs að sögn norska dagblaðsins Aftenposten, sem bætir því við að sjúkrahús í Svíþjóð neyðist til að fækka virkum sjúkrarúmum vegna skorts á starfsfólki. Forráðamenn Karólínska segja að það muni taka mörg ár að leysa þennan vanda.

Norður-Írland: Gerry Adams hefur verið í haldi í tvær nætur

Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, eina stjórnmála­flokksins á Írlandi, sem starfar í báðum írsku ríkjunum hefur nú verið í haldi á lög­reglustöð á Norður-Írlandi í tvær nætur en lögum samkvæmt er hægt að halda honum í 28 daga með sérstökum dómsúrskurði.

Úkraína: Hersveitir stjórnvalda hefja aðgerðir við Slavyansk

Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu segja að Úkraínuher hafi hafið meiri háttar aðgerðir til þess að ná stjórn á Slavyansk, einni helztu miðstöð aðskilnaðarsinna. Þeir segjast hafa skotið niður tvær þyrlur. Í borginni búa um 160þúsund manns. Aðgerðirnar hófust snemma í morgun. Fréttamenn hafa séð brynvarða bíla ryðjast í gegnum varðstöðvar aðskilnaðarsinna.

Leiðarar

Sjálfstæðis­hreyfingar í Evrópu

Það er athyglisvert að á sama tíma og sameiningarþróunin í Evrópu hefur staðið yfir og frekar sótt á þar til á síðustu misserum hefur þeim þjóðum eða þjóðabrotum fjölgað í Evrópu, sem sækjast eftir sjálfstæði. Skýrustu dæmin um þetta eru Skotland og Katalónía. Í Skotlandi hefur stuðningur við sjálfstæði aukizt, þótt of snemmt sé að fullyrða um hvor fylkingin verði ofan á.

Í pottinum

Beitir fréttastofa ríkisútvarpsins þöggun á skoðanir úthverfafólks sem vill ekki Samfylkinguna?

Guðbjörg Snót Jóns­dóttir, guð­fræðingur og fræðimaður, ritar grein í Morgunblaðið föstudaginn 2. maí undir fyrirsögninni: Skipulagsruglið í Reykjavík, þó sérstaklega Vesturbænum. Guðbjörg Snót býr við Víðimel og lítur á tillögur Samfylkingar og Bjartrar framtíðar augum íbúa þar og segir: „Það...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS