Úkraína: Aðskilnaðarsinnar segja að 89% í Donetsk-héraði vilji sjálfstjórn
Aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, í héraðinu Donetsk í austurhluta Úkraínu segja að 89% hafi greitt atkvæði með aðskilnaði héraðsins í atkvæðagreiðslu um „sjálfstjórn“ sunnudaginn 11. maí. Fréttamenn BBC segja að skipulagsleysi hafi einkennt framkvæmd atkvæðagreiðsluna í Donetsk og Luhansk hér...
Finnar eru tregir til þátttöku í frekari refsiaðgerðum
Finnar eru tregir til að taka þátt í frekari refsiaðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Rússum,sem verða til umræðu á fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel á morgun, mánudag. Alexander Stubb, Evrópumálaráðherra Finnlands segist líta svo á að refsiaðgerðir virki eina og kjarnorkuváin. Enginn hafi hag af því að beita kjarnorkuvopnum.
Er kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins kannski ekki hafin?
Það eru þrjár vikur í borgarstjórnarkosningar. Enn eru engar vísbendingar í skoðanakönnunum um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ná sér á strik, þótt sumar þeirra bendi til að það stefni þó í rétta átt. Það á þó ekki við um síðustu könnun Gallup. Sundurgreining á fylgi flokkanna hlýtur að valda Sjálfstæðisflokknum miklum áhyggjum. Fylgi flokksins meðal ungs fólks er svo lítið að með ólíkindum er.