Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Föstudagurinn 23. maí 2014

«
22. maí

23. maí 2014
»
24. maí
Fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

Leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

Í pottinum

Útlendingalögin, hryðjuverkamenn og No Borders samtökin

Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, ljóðaflytjandi á fundi No Borders-samtakanna, fjallar á vefsíðu DV föstudaginn 23. maí um útlendingalögin sem eru að stofni til frá árinu 2002. Hefst greinin á þessum orðum: „Íslensk stjórnvöld hafa undanfarin misseri sætt harðri gagnrýni vegna framgöngu...

Uppgangur Samfylkingar/BF skapar nýja stöðu í ESB-málum

Uppgangur Samfylkingar­innar í Reykjavík og þá ekki síður Dags B. Eggertssonar, oddvita flokksins í höfuðborginni, hefur gjörbreytt pólitískri stöðu flokksins á landsvísu. Hann er að fá sterka viðspyrnu,.sem mun auðvelda honum að sækja fram, þar sem hann er veikari fyrir. Jafnframt þýðir framganga Bj...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS