Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Miðvikudagurinn 28. maí 2014

«
27. maí

28. maí 2014
»
29. maí
Pistlar

Er ný bylting í flokkaskipan í Bretlandi framundan?

Úrslit kosninganna til Evrópu­þingsins hafa orðið til þess, að David Cameron, forsætis­ráðherra Breta hefur fengið sterkari viðspyrnu en áður í baráttu sinni fyrir því að ESB snúi af þeirri leið sem sambandssinnar í Evrópu hafa markað og fylgt fram í allmörg undanfarin ár undir forystu framkvæmda­stjórnar­innar.

Í pottinum

Barátta Sveinbjargar Birnu ber árangur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörns­dóttir, oddviti Framóknar­flokks og flugvallarvina, kæmist inn í borgar­stjórn Reykjavíkur yrðu úrslit kosninganna eins og nýjasta könnun MMR sýnir. Undir forystu Sveinbjargar Birnu hefur listinn dregið að sér verulega athygli undanfarna daga. Sveinbjörg Birna hefur sætt ámæli fyrir andstöðu sína gegn mosku en umræðurnar hafa ekki dregið úr fylgi við hana.

Sjálfstæðis­flokkur í Reykjavík: Stuðningsmenn í leit að kosningabaráttu

Þegar sjálfstæðis­menn í Reykjavík hittast á förnum vegi er umræðuefnið gjarnan hvort viðmælandinn hafi orðið var við kosningabaráttu Sjálfstæðis­flokksins. Hún þykir ekki mjög sýnileg. Hvar eru kosningafundir um baráttumál flokksins? Eru fundir kannski úreltir? Sumum finnst undarlega lítið um að frambjóðendur skrifi greinar í blöð. Er það kannski líka úrelt að kynna stefnumál með þeim hætti?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS