Sveinbjörg Birna ræðst enn á ný á sjálfstæðismenn
Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa kjörna í Reykjavík. Atkvæði tóku að streyma til flokksins eftir að orð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um lóð undir nýja mosku voru skýrð á þann veg að hún væri á móti múslímum. Jón Sigurðsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, segir að um úthugsað útspil hafi verið að ræða í kosningabaráttunni. Sveinbjörg Birna hafnar því.
Það var vel til fundið hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, að leggja áherzlu á málefni landsbyggðarinnar í ávarpi sínu til þjóðarinnar á 17. júní. En jafnframt vekur þögn hans um aðildarumsókn Íslands að ESB athygli. Ávarp forsætisráðherra þann dag var kjörið tilefni til að upp...