Valtað yfir Cameron í ESB - hvað um tillitið til brýnna þjóðarhagsmuna?
Til að milda afstöðu Íslendinga til aðildarviðræðna við ESB og að skynsamlegt sé að leiða viðræðurnar til lykta með samningi segja aðildar- og viðræðusinnar gjarnan að þess séu engin dæmi að gengið sé gegn brýnum hagsmunum aðildarríkis ESB og hið sama gildi að sjálfsögðu um umsóknarríki, brýnir hagsmunir þess séu að sjálfsögðu hafðir í heiðri.
Olían hækkar og hækkar...tími kominn á að rafbílavæða Ísland allt
Frá því snemma á áttunda áratugnum hafa verulegar verðhækkanir á olíu hvað eftir annað sett efnahag Íslendinga úr skorðum. Þetta gerðist fyrst snemma á þeim áratug í kjölfar þess að Arabaríkin hristu vestræn olíufyrirtæki af sér og stórhækkuðu verð á olíu. Sá leikur var endurtekinn tæpum áratug síðar.