Um þetta grundvallaratriði snerust átökin um Jean-Claude Juncker
Átökin um Jean-Claude Juncker snerust um eitt grundvallaratriði. Vilja ESB-ríkin stefna beint á myndun Bandaríkja Evrópu eða vilja þau snúa við af þeirri braut? Þeirri spurningu hefur verið svarað, hvað sem úrslitum kosninga til Evrópuþingsins líður. Þeir sem ráða ferðinni ætla að stefna óhikað á Bandaríki Evrópu.