ESB-aðildarsinnar leita að nýrri víglínu - hafna áfram staðreyndum
ESB-aðildarsinnum er nú kynnt nýtt haldreipi. Þeir geta ekki lengur haldið sig í viðræðureipið.
Forsendur fyrir stofnun nýs flokks á hægri kanti eru brostnar
Yfirlýsing Jean-Claude Junckers, verðandi forseta framkvæmdastjórnar ESB um að ekki verði af frekari stækkun sambandsins næstu fimm ár eða fram til ársins 2019 hefur margvísleg pólitísk áhrif hér heima fyrir. Einhverjir í hópi aðildarsinna innan Sjálfstæðisflokksins hafa unnið að stofnun flokks á hægri kanti stjórnmálanna, sem hefði aðild að ESB á stefnuskrá sinni.