Sunnudagurinn 15. desember 2019

Mánudagurinn 25. ágúst 2014

«
24. ágúst

25. ágúst 2014
»
26. ágúst
Í pottinum

Franska ríkis­stjórnin nýjasta fórnarlamb evrunnar

Deilur vegna evru-aðildar hafa klofið frönsku ríkis­stjórnina. Vinstri armur flokks sósíalista segir að ríkis­stjórnin fylgi kreppu­stefnu að kröfu Þjóðverja. Tveir ráðherrar lýstu sig andstæða undirgefni gagnvart Þjóðverjum um helgina. Það er táknrænt að þeir geri þetta þá daga sem París var frelsuð úr höndum Þjóðverja fyrir 70 árum.

Skoðanamunur í stjórnar­herbúðum-hnökrar á upplýsinga­streymi?

Það er augljós skoðanamunur á milli þingmanna stjórnar­flokkanna um breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Á annan veginn er það styrkur fyrir lýðræðið að slíkur skoðanamunur komi fram opinberlega. Hins vegar eru umræður þingmanna, sérstaklega Framsóknar­manna, vísbending um að einhverjir hnökrar hafi verið á upplýsinga­streymi frá ráðherrum til þingmanna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS