« 29. ágúst |
■ 30. ágúst 2014 |
» 31. ágúst |
Danir verja skipparapípuna innan ESB
Lakkríspípa er vinsæl í Danmörku og sælgætisframleiðandinn Cloetta selur hana undir heitinu Skipperpibe, skipparapípa. Í ágúst árið 2013 var orðrómur um að ESB ætlaði að banna sölu á lakkríspípum. Vegna hans hljóp mikill vöxtur í söluna á Skipperpibe.
Norðmenn hefja heræfingar í Lettlandi-Pútín beinir athygli að Norðurslóðum
Norðmenn hafa ákveðið að senda hernaðartæki og 190 hermenn til Lettlands, þar sem þessi liðsafli mun stunda heræfingar í næstu tvo mánuði. Varnarmálaráðherra Noregs, Ine Eriksen Sörelde, segir að þetta sé gert skv. hvatningu frá Atlantshafsbandalaginu, sem hafi beðið aðildarríki sín að róa Eystrasaltsríkin með sýnilegri nærveru á þeirra landsvæði.