« 9. október |
■ 10. október 2014 |
» 11. október |
Forsætisráðherra Slóveníu sættir sig ekki við „afarkosti“ ESB-þingmanna
Eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni dró Alenka Bratušek frá Slóveníu sig til baka sem framkvæmdastjóraefni innan ESB eftir að ESB-þingmenn höfðu snúist gegn henni. Bratušek þótti svara illa eða alls ekki spurningum í ESB-þingnefnd og auk þess glímir hún við þann vanda á heimavelli að hafa tilnefnt sjálfa sig þegar hún hætti sem forsætisráðherra.
Jón Bjarnason kjörinn formaður Heimssýnar
Aðalfundur Heimssýnar í gærkvöldi var vel sóttur og sýndi að kraftur er í samtökunum, Það endurspeglaðist líka í skýrslu Vigdísar Hauksdóttur, fráfarandi formanns, um starfsemi Heimssýnar á liðnu starfsári. Jón Bjarnason,fyrrum alþm. og ráðherra, var kjörinn formaður samtakanna og Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþm. varaformaður.