« 12. nóvember |
■ 13. nóvember 2014 |
» 14. nóvember |
Verðhjöðnun að festa rætur í Austur-Asíu-líklegt að hún breiðist út til Evrópu
Verðhjöðnun er að festa rætur í Austur-Asíu, hraðar og meiri en nokkur átti von á og er líkleg til að breiðast út til Evrópu í gegnum gjaldmiðlastríð að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Verð frá verksmiðjum er að lækka í Kína, Kóreu, Tælandi, Filippseyjum, Formósu og Singapúr. Verð á um 82% af vörum í ákveðinni verðkörfu er að lækka í Kína.