« 11. desember |
■ 12. desember 2014 |
» 13. desember |
Lífskjör innan ESB eru best í Lúxemborg en verst í Búlgaríu
Lífskjör innan Evrópusambandsins eru best í Lúxemborg, Þýskaland er í öðru sæti, Austurríki í þriðja og Norðurlöndin þrjú (Danmörk, Finnland og Svíþjóð) auk Bretlands í fjórða sæti.
Juncker varar Grikki við að „kjósa vitlaust“!
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur varað Grikki við að „kjósa vitlaust“! Þessi aðvörun Junckers kom fram í sjónvarpsumræðum í Austurríki, sem euobserver segir frá. Forsetakosningar eru framundan á gríska þinginu og margir telja að þingkosningar verði í vor, sem geti leitt SYRIZA, bandalag vinstri manna til valda.