« 26. desember |
■ 27. desember 2014 |
» 28. desember |
Stjórnarkreppu aflétt í Svíþjóð - fallið frá þingrofi og nýjum kosningum
Fulltrúar sex flokka í Svíþjóð, allra flokka nema Svíþjóðardemókratanna og Vinstriflokksins, komu sér saman um fjárlög ársins 2015 á fundi að morgni laugardags 27. desember. Þar með lauk stjórnarkreppu í landinu, minnihlutastjórn undir forsæti Stefans Löfvens, leiðtoga jafnaðarmanna, situr áfram og ...
Seðlabanki Evrópu: Þjóðverjar og Draghi á öndverðum meið
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands segir að ódýrir peningar megi ekki verða til þess að draga úr umbótavilja í efnahagsmálum evrusvæðisins. Þetta kemur fram í samtali Schauble við þýzka dagblaðið Bild í morgun, laugardagsmorgun. Ráðherrann segir að Seðlabanki Evrópu geti farið sínu fram en það sé enginn valkostur við kerfisbreytingar á evrusvæðinu ef staðan eigi að batna.