« 17. janúar |
■ 18. janúar 2015 |
» 19. janúar |
Hvarvetna í Evrópu ræða menn aukna öryggisvörslu - Ólöf Nordal segir náið fylgst með hér á landi
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur svarað spurningum Morgunblaðsins um viðbúnað hér á landi til að takast á við hryðjuverkamenn á þann veg að hún útilokar ekki að kannað verði hvort veita beri löggæsluaðilum rýmri heimildir til að rannsaka mál.
Er bankahrun framundan í Rússlandi? Moskvutíðindi (The Moscow Times, sem gefið er út af Sanomat, finnsku útgáfufyrirtæki) veltir þeirri spurningu upp í tengslum við ummæli German Gref, aðalbankastjóra stærsta banka í Rússlandi. Sberbank, fyrir nokkrum dögum. Gref sagði augljóst að bankakrísan yrði mikil.