« 24. janúar |
■ 25. janúar 2015 |
» 26. janúar |
Frakklandsforseta vel tekið í Davos - Frakkaníð sagt á undanhaldi eftir hryðjuverkaárás
Efnahagsráðstefnan í Davos dregur árlega að sér stjórnmálamenn, viðskiptajöfra, háskólamenn, fræðimenn, fjölmiðlamenn, álitsgjafa og alla aðra sem fá heimild til að sækja fundina gegn greiðslu eða vegna þess að þeir eru taldir draga athygli að ráðstefnunni. Meðal þeirra sem sóttu ráðstefnuna að þessu sinni var François Hollande, forseti sósíalista í Frakklandi.
Davos: Hrokinn í Osborne reitti aðra evrópska leiðtoga til reiði
George Osborne, fjármálaráðherra Breta var að mati Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegs viðskiptaritstjóra Daily Telegraph, hrokafullur í tilsvörum á fundinum í Davos í Sviss í gær en skammt frá honum sat Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands og sýndi engin svipbrigði.