« 29. janúar |
■ 30. janúar 2015 |
» 31. janúar |
Rússneskar sprengjuvélar ögra Bretum
Rússneski sendiherrann í London var kallaður í breska utanríkisráðuneytið til að gefa skýringu á ferðum tveggja langdrægra sprengjuvéla sem flugu inn í Ermarsund miðvikudaginn 28. janúar og sköpuðu hættu fyrir farþegaflugvélar. Orrustuvélar af Typhoon-gerð voru sendar í veg fyrir rússnesku vélar...
Samkomulag í Brussel- en Grikkir náðu að fella út setningu
Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna 28 komust að samkomulagi í Brussel í gær um framhald refsiaðgerða gegn Rússlandi. Grikkir eru aðilar að því samkomulag en fyrir fundinn var talið hugsanlegt að þeir mundu beita neitunarvaldi gegn frekari refsiaðgerðum. Hins vegar vekur gríski vefmiðillinn ekathimerini athygli á að ein setning, sem var í upphaflegum drögum er ekki í hinni endanlegu samþykkt.