Sunnudagurinn 7. mars 2021

Sunnudagurinn 1. febrúar 2015

«
31. janúar

1. febrúar 2015
»
2. febrúar
Pistlar

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

Í pottinum

Bretland: Línur að skýrast í kosningabaráttunni - utanríkismál ekki á dagskrá - vilja áfram vera stórveldi

Innan við 100 dagar eru til þingkosninga í Bretlandi, stóru flokkarnir Íhalds­flokkurinn og Verkamanna­flokkurinn mælast með jafnmikið fylgi um 33% hvor flokkur eða samtals um 66% þessi tala var um 97% árið 1951 og er hlutfallið borið saman til að sýna hvernig „pólitíska landslagið“ hefur breyst á undanförnum áratugum.

Framtíð evrunnar til umræðu-Þýzk leið eða þýzk martröð - eða málamiðlun?

Hver verður framtíð evrunnar? Þessari spurningu er velt upp í sömu grein þýzka tímaritsins Der Spiegel og sagt er frá í annarri umfjöllun hér á Evrópu­vaktinni. Tímaritið segir að í megindráttum geti þrennt gerzt. Í fyrsta lagi að Þjóðverjum takist að hafa sitt fram og að evran verði eins konar ígildi þýzka marksins. Það sé orðið of seint að knýja þennan kost fram.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS