Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Laugardagurinn 21. febrúar 2015

«
20. febrúar

21. febrúar 2015
»
22. febrúar
Pistlar

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Í pottinum

Frakklands­forseti lofar bændum gulli og grænum skógum í nafni ESB

Þegar hlustað er á málflutning ESB-aðildarsinna draga margir örugglega þá ályktun að innan Evrópu­sambandsins ríki frelsi í framleiðslu og sölu á landbúnaðarafurðum. Ekkert er fjær lagi eins og sést til dæmis á einkarétti einstakra héraða eða landsvæða til að framleiða vörur sem aðeins má selja með upprunamerkingum.

Telegraph: Neyðast Danir til að taka upp gjaldeyris­höft?

Daily Telegraph segir að Danir kunni hugsanlega að taka upp gjaldeyris­höft til þess að stöðva innstreymi fjár til Danmerkur, sem ógni tengingu dönsku krónunnar við evruna. Blaðið hefur eftir Hans Jorgen Whitta-Jacobsen, formanni danska hagráðsins að ef það kalli á gjaldeyris­höft um tíma til þess að verja tenginguna sé það hans mat að danski seðlabankinn verði tilbúinn til slíkra aðgerða.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS