Í erlendum fjölmiðlum er fjallað um ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að + retiré sa candidature à l'Union européenne+ eins og það er orðað í Le Figaro, það er draga til baka umsókn að Evrópusambandinu.
Viðbrögð forystumanna stjórnarandstöðunnar vegna bréfs utanríkisráðherra
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG segir um bréf Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra til ESB í Morgunblaðinu í dag: "Mér sýnist þarna ríkisstjórnin vera að brjóta ákveðna stjórnskipulega hefð sem er að þegar Alþingi hefur samþykkt einhverja stefnumótun í utanríkismálum þá verður að leita t...