Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Sunnudagurinn 29. mars 2015

«
28. mars

29. mars 2015
»
30. mars
Í pottinum

Grikkland: Einkavæðing Piraeus-hafnar endurvakin - Kínverjar líklegir kaupendur

Skömmu eftir að stjórn róttækra vinstrisinna, Syriza, tók við völdum í Grikklandi í janúar var tilkynnt að fallið hefði verið frá sölunni á meirihluta­eign gríska ríkisins í Piraeus-höfn skammt utan við Aþenu. Það félli ekki að kosninga­stefnu flokksins og sósíalískum viðhorfum að einkvæða hafnarrekstur eða opinbera starfsemi á ýmsum öðrum sviðum.

Poroshenko: 80% af starfsliði úkraínsku öryggislög­reglunnar 2012 voru njósnarar Rússa

Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði á fundi með námsmönnum í háskólanum í Kharkov fyrir helgi að á árinu 2012 hefðu 80% meðlima úkraínsku öryggislög­reglunnar verið rússneskir njósnarar. Hann sagði að þeir hefðu verið ráðnir til þeirra starfa af rússnesku leyniþjónustunni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS