Hin undarlegasta umræða er hafin eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti yfir því í nýársávarpi sínu 1. janúar 2012 að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs enda vildi hann meira svigrúm til að vinna að hugðarefnum sínum.
Látið er í veðri vaka að Ólafur Ragnar hafi alls ekki lýst yfir því að hann væri að hætta. Spuni um þetta hófst í fréttum RÚV klukkan 16.00 á nýársdag þegar sagt var að forseti hefði gefið til kynna að hann ætlaði að hætta en ekki tekið af skarið um það. Að kvöldi nýársdag var Ólafur Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, kallaður á vettvang. Á ruv.is má lesa þetta um afstöðu prófessorsins:
„Hann [Ólafur Ragnar] útskýrði með býsna afgerandi hætti frá sinni eigin niðurstöðu um að hann ætlaði ekki í framboð og að hann vildi sinna þjóðinni með öðrum hætti, sinna norðuslóðamálum og umhverfismálum og þess háttar. Ég lít á þetta þannig að hann hafi sagt við þjóðina: Ég hef ákveðið að hætta. En hins vegar kannski hélt hann opinni ofurlítilli glufu, það er að segja að hann sagði ekki að það kæmi ekki til greina undir neinum kringumstæðum að hann færi í framboð. Þannig að ef að þjóðin gefur það til kynna á komandi vikum og mánuðum, með mjög öflugum hætti, að hún vilji að hann fari inn í fimmta kjörtímabilið þá myndi ég nú ekki útiloka að hann myndi hugleiða það. Hann segir að hann ætli áfram að sinna pólitískum hugðarefnum sínum þannig að það er þarna að mínu mati glufa.“
Í hádegisfréttum 2. janúar birti fréttastofa síðan kafla úr ræðum forvera Ólafs Ragnars á forsetastóli: Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur, til að sanna að þau hefðu verið mun afdráttarlausari en Ólafur Ragnar í yfirlýsingum sínum þegar þau kynntu ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram að nýju.
Fréttastofa RÚV hefur þannig hvað eftir annað ýtt undir þá skoðun að Ólafur Ragnar hafi í raun ekki tekið ákvörðun um að kveðja Bessastaði. Spunaliðar hafa síðan tekið til við að hanna þá kenningu að verði skorað á Ólaf Ragnar að sitja áfram kunni hann að taka áskoruninni. Lævísi hans sé viðbrugðið, hann óttist að falla í kosningu næsta sumar, fái hann hins vegar yfirgnæfandi stuðning í undirskriftasöfnun sjái hann að ekkert sé að óttast og bjóði sig fram í fimmta sinn.
Spuninn tekur á sig ýmsar myndir eins og sjá má af þessu bloggi Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, sem seint verður talinn til aðdáenda Ólafs Ragnars. Hann segir á dv.is 2. janúar:
„Ólafur Ragnar sagði ekki afdráttarlaust í áramótaávarpi sínu að hann væri að hætta Hann lokaði ekki í hálfa gátt. Hann skildi bara eftir smáglufu. Hann var eiginlega að biðja þjóðina að skora á sig að halda áfram. Og Sögukórinn er byrjaður að syngja. Moggi mun taka viðlagið. Ólafur Ragnar sýnir þjóðinni óvirðingu með því að segja ekki skýrt og skorinort af eða á, – hvort hann ætlar að hætta eða ekki.“
Að fjalla um orð Ólafs Ragnars á þann veg sem fréttastofa RÚV, Ólafur Þ. Harðarson og Eiður Guðnason gera fellur örugglega vel að skaplyndi hins fráfarandi forseta. Honum er ljúft að tala á svo tvíræðan hátt að orð hans verði sem lengst á milli tannanna á öðrum. Sé það rétt túlkun á nýársávarpinu að Ólafur Ragnar vilji láta dextra sig til að verða áfram forseti er vissulega um óvenjulega og fréttnæma framgöngu þjóðhöfðingja að ræða og sýnir ekki mikið sjálfsöryggi.
Eiður Guðnason kemst að þeirri niðurstöðu í lok dv-bloggsins að Ólafur Ragnar hætti sem forseti. Eiður segir:
„Nú ætlar Óalfur Ragnar Grímsson að róa á ný mið. Hinn margyfirlýsti alþjóðasinni ætlar að nýta sér andstöðuna við ESB og vinna gegn því að Íslendingar starfi náið með öðrum Evrópuþjóðum. Auka einangrun okkar meðal þjóðanna. Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Mogga er þegar sestur við fótskör Ólafs Ragnars. Þar er líka pláss fyrir Davíð og Björn. Munu þeir líka krjúpa?“
Af orðum Eiðs má ráða að hann kjósi af tvennu illu frekar að Ólafur Ragnar sitji áfram á Bessastöðum en hann taki til við að berjast gegn ESB-aðild fjarri forsetasetrinu. Um afstöðu okkar hér á Evrópuvaktinni til Ólafs Ragnars þarf enginn að efast. Styrmir Gunnarsson vitnar í leiðara í dag, 2. janúar, í grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson rithöfund sem segir:
„En “það svo segir mér minn hugur„ (eins og skáldið söng forðum) að nú taki við nýtt skeið hjá stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari þar sem hann hyggist beita sér af fullu gegn aðildinni að Evrópusambandinu.“
Styrmir telur að það muni um Ólaf Ragnar láti hann að sér kveða gegn aðildinni að ESB. Undir það geta allir tekið og augljóst er að ESB-aðildarsinnum á borð við Guðmund Andra og Eið Guðnason stendur ekki á sama. Styrmir Gunnarsson hefur staðið á sínu gagnvart Ólafi Ragnari, Davíð Oddsson hefur einnig gert það og enginn sem les það sem ég hef skrifað í áranna rás um Ólaf Ragnar þarf að fara í grafgötur um skoðanir mínar.
Það er stórundarlegt hve málflutningur ESB-aðildarsinna verður tilfinningaríkur í hvert sinn sem þeir telja að sér þrengt. Fyrsta spurningin er auðvitað sú, hvort Guðmundur Andri hafi rétt fyrir sér um að Ólafur Ragnar ætli að ganga í lið með okkur sem höfnum aðild að ESB. Önnur spurning er sú hvaða rök Ólafur Ragnar ætli að nota máli sínu til stuðnings. Við þrír sjálfstæðismenn sem Eiður nefnir höfum allir skýrt afstöðu okkar í ræðu og riti. Við þurfum hvorki að fara í smiðju til Ólafs Ragnars né krjúpa fyrir honum til að leita raka gegn ESB-aðild.
ESB-aðildarsinnar hafa sérhæft sig í því síðan aðildarumsóknin var samþykkt að ræða annað en efni málsins. Þetta verður æ skýrara eftir því sem ástandið versnar innan ESB og óvissan um eðli framtíðarsamstarfs ríkjanna eykst. Spunaviðbrögðin við yfirlýsingu Ólafs Ragnars eru enn liður í því að drepa umræðum um hina misráðnu aðildarumsókn á dreif.
Ólafur Ragnar sýndi þegar hann tók til varna fyrir Ísland í Icesave-málinu að hann áttar sig á því hvernig á að gæta hagsmuna Íslands í myrkviðum ESB-regluverksins. Þeir sem stóðu með Icesave-afleiknum og töldu hann leiðina til að útiloka einangrun ef ekki útskúfun Íslands eru við sama heygarðshornið þegar ESB-aðildin er á döfinni. Þjóðin hafnaði Icesave á eftirminnilegan hátt. Hið sama gerist með ESB-aðildina. Það má hins vegar bjarga þjóðinni frá því að enn leiki embættismenn í umboði ríkisstjórnarinnar af sér og stöðva viðræðuferlið og þar með útiloka afleikinn sem fælist í sameiginlegri
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...