Brynjar Níelsson sá nýi kraftur, sem beðið hefur verið eftir?
Úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru skýr. Hanna Birna Kristjánsdóttir er á þessari stundu óumdeilanlegur forystumaður Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni, bæði í borgarstjórn og í landsmálapólitík. Hún tekur að vísu ekki sæti á Alþingi fyrr en að loknum þingkosningum og hefur lýst því yfir að hún muni draga sig í hlé á vettvangi borgarstjórnar, þegar þar að kemur. Það breytir ekki því að þessi er staðan nú og Hanna Birna er þar með orðinn einn áhrifamesti forystumaður Sjálfstæðisflokksins. En vandi fylgir vegsemd hverri og þessari pólitísku stöðu fylgir, að meiri kröfur verða gerðar til hennar en áður. Þær munu ekki sízt beinast að því að hún geri skýra grein fyrir afstöðu sinni til veigamestu mála, sem eru á dagskrá þjóðmálaumræðu og jafnframt getur hún búizt við að gagnrýnendur hennar innan Sjálfstæðisflokksins beini spjótum sínum að henni í vaxandi mæli svo og pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins.
Vafalaust verður þrýst á Hönnu Birni um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á ný á landfundi í vetur í ljósi þessara úrslita og atkvæðahlutfalls Bjarna Benediktssonar í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Líklegt má telja, að Hanna Birna muni telja sig þurfa að hafa mjög fast land undir fótum í þeim efnum áður en hún tæki slíka ákvörðun þegar horft er til úrslitanna í formannskjörinu á landsfundi fyrir ári. Hins vegar hafa mál þróast þannig innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum, að líklegt má telja, að sitjandi formenn geti í framtíðinni búizt við því að áskorandi komi fram á hverjum landsfundi.
Sterk staða Péturs H. Blöndal, alþingismanns í prófkjörinu vekur athygli. Segja má að Pétur hafi frá því hann hóf afskipti af stjórnmálum verið alveg sér á báti innan Sjálfstæðisflokksins, málflutningur hans hefur skorið sig úr og ekki endilegt fylgt formlegri flokkslínu. Árangur Péturs í prófkjörinu bendir til þess að hann sé í sterkari tengslum við þjóðarsálina en margir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Á undanförnum misserum hafa margir spurt hvort enga nýja krafti megi sjá við sjónarrönd Sjálfstæðisflokksins. Nú má vel vera að slíkur nýr kraftur hafi birtzt í þessu prófkjöri, þar sem er Brynjar Níelsson. Sá árangur, sem hann nær sem nýr maður í stjórnmálum er sláandi. Þarna er á ferðinni endurnýjun í Sjálfstæðisflokknum, sem kannski er sterkasta vísbendingin um að nýir tímar séu í nánd.
Úrslitin eru hins vegar umhugsunarefni fyrir þingmennina Illuga Gunnarsson og Guðlaug Þór Þórðarson. Illugi nær að vísu kosningu í annað sæti en atkvæðamagn hans í fyrstu tvö sætin er ábending um pólitískan veikleika, sem hann hlýtur að taka til skoðunar.
Það er rétt að Birgir Ármannsson er í óbreyttri stöðu frá síðasta prófkjöri í Reykjavík en hvað ætli valdi því, að einn málefnalegasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins og jafnframt sennilega sterkasti greinandi á stöðu þjóðmála, sem nú situr á Alþingi nái ekki betri árangri?
Í ljósi þess að kona er í efsta sæti í prófkjörinu verður erfitt fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að gagnrýna það að í næstu fimm sætum sitja karlar. Það hefði verið æskilegra að meiri skipting yrði milli kynja í efstu sætum. Hins vegar lofa þær Sigríður Á. Andersen og Áslaug María Friðriksdóttir góðu og eru báðar líklegar til að láta meira að sér kveða á næstu árum.
Nú blasa við Sjálfstæðisflokknum verkefni, sem þarf að ljúka við áður en kosningabaráttan hefst fyrir alvöru. Flokkurinn þarf að ljúka því uppgjöri við hrunið, sem segja má að hafi hafizt á landsfundinum 2009. Það verður erfitt fyrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að ganga til kosninga án þess að því verki hafi verið lokið. Væntanlega má treysta þeim Brynjari Níelssyni í Reykjavík og Vilhjálmi Bjarnasyni í Suðvesturkjördæmi til að knýja á um að það verði gert.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...