Laugardagurinn 7. desember 2019

Steingrímur J. fær aðeins fylgi 26% af kjósendum á kjörskrá - einn í framboði - segir sigurinn „afgerandi“


15. desember 2012 klukkan 18:00

Enn er þátttaka í forvali meðal vinstri-grænna (VG) álíka mikil og innan framhaldsskóla þar sem lítill áhugi er á stjórn nemendafélagsins. Alls voru 772 á kjörskrá í NA-kjördæmi sem nær frá Siglufirði til Hafnar í Hornafirði, kjördæmi sjálfs Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, aðeins 36% kusu eða 261. Steingrímur J. fékk 199 atkvæði eða 26% þeirra sem voru á kjörskrá.

Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. var einn í framboði í fyrsta sæti og er útkoma hans einfaldlega ömurleg hvernig sem á hana er litið. Hann segir á hinn bóginn við Vikudag á Akureyri laugardaginn 15. desember:

„Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir góðan stuðning við mig í forvalinu. Að vísu var ég sá eini sem sóttist eftir fyrsta sætinu, en stuðningurinn við mig er afgerandi.

Já, já, því miður var þátttakan ekki meiri, en ég bendi á að í prófkjörum og forvölum hjá öðrum flokkum hefur þátttakan almennt ekki verið mikil á undanförnum vikum.

Bjarkey [Gunnarsdóttir varþingmaður hlaut annað sætið] hefur verið virkur varaþingmaður og hún hefur auk þess tekið virkan þátt í starfsemi hreyfingarinnar á undanförnum árum. Bjarkey er öflugur stjórnmálamaður, þannig að ég fagna hennar góða árangri í forvalinu. Mér sýnist þetta vera sterkur listi og hlakka til að starfa með þessum góða hópi.“

Þessi ummæli Steingríms J. bera merki um einhvers konar firringu. Hvernig getur það verið „afgerandi“ stuðningur við flokksformann sem er einn í framboði að fá atkvæði 26% þeirra sem eru á kjörskrá? Hvar í heiminum annars staðar en innan VG gæti slíkt talist „afgerandi“ stuðningur?

Að skjóta sér undan hinni dapurlegu kjörsókn með vísan til annarra flokka og þátttöku í kosningum innan þeirra er fráleitt. Hér hefur verið vakin athygli á hve fáir sóttu kjörstað í forvali VG í Reykjavík þar sem hart var barist um 1. sætið þá kusu aðeins um 600 manns og um 400 í SV-kjördæmi þar sem aðeins 261 atkvæði dugði Ögmundi Jónassyni til sigurs.

Draumaframbjóðandi Steingríms J. í Reykjavík, Björn Valur Gíslason, hlaut hroðalega útreið og tangarsókn Steingríms J. gegn Ögmundi í SV-kjördæmi misheppnaðist.

Steingrímur J. grípur til leikbragða hins þaulvana stjórnmálamanns til að tala sig frá fylgisleysi sínu – tölurnar tala hins vegar sínu máli. VG er að verða að engu í höndum formannsins fylgislausa.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS