Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Er fréttastofa ríkisútvarpsins á móti Merkel?


4. ágúst 2013 klukkan 23:43

Á ruv.is stendur sunnudaginn 4. ágúst:

Peer Steinbrück og Angela Merkel

„Peer Steinbrück, kanslaraefni Sósíaldemókrata í Þýskalandi, ætlar ekki að mynda samsteypustjórn með Angelu Merkel, þótt honum gefist kostur á því. Steinbrück gagnrýnir Merkel fyrir viðbrögð hennar við njósnastarfsemi bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar í Þýskalandi.

Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi þann 22. september næstkomandi. Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel í fararbroddi, mælast enn með 12 prósentum meira fylgi en Sósíaldemókratar samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Fylgið hefur þó verið að dala upp á síðkastið þrátt fyrir uppgang í þýsku efnahagslífi og lítið atvinnuleysi.

Ástæðan er fyrst og fremst rakin til viðbragða Merkel við njósnum bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, um þýska ríkisborgara. Njósnirnar hafa vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi allt síðan uppljóstrarinn Edward Snowden lak upplýsingum um þær til fjölmiðla í byrjun sumars. Steinbrück útilokar jafnframt að Sósíaldemókratar myndi samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum.“

Þetta er skrýtin frétt. Peer Steinbrück nýtur svo lítils álits í Þýskalandi að fréttir hafa birst þar um að flokkur hans hafi hann í felum til að hann fæli ekki fólk frá að kjósa jafnaðarmenn (SPD). Það er fráleitt að gefa til kynna að Steinbrück fái umboð til að mynda stjórn að loknum kosningum.

Fyrir fáeinum dögum birtist niðurstaða skoðanakönnunar á vegum ARD-Deutschlandtrends og þar kemur í fyrsta sinn fram frá því í nóvember 2009 að líkur eru á að stjórnarflokkarnir kristilegir demókratar (CDU/CSU) undir forystu Angelu Merkel og frjálsir demókrata (FDP) fái stjórnhæfan meirihluta að nýju í kosningunum 22. september.

Fylgi CDU/CSU er 42% og hreyfist ekki og FDP bætir við sig einu stigi og nær 5% og fer þá yfir þröskuldinn inn í þýska þingið. SPD, jafnaðarmenn, fá 26%, bæta við sig einu stigi, græningjar töpuðu einu stigi og fá 13%. Die Linkspartei, vinstrimenn, fá 7%. CDU/CSU og FDP fá samtals 47%, SPD, græningjar og Linkspartei fá samtals 46%.

Ánægja með ríkisstjórn Þýskalands er meiri en nokkru sinni síðan 1997 eða 52%. Angela Merkel er vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands, 67% lýsa ánægju með hana en aðeins 35% lýsa ánægju Peer Steinbrück. Þegar spurt er hvernig fólk mundi kjósa ef það gæti kosið kanslara Þýskalands beint segjast 60% mundu kjósa Merkel og 28% Steinbrück.

Hvar fær fréttastofa ríkisútvarpsins fréttir um að fylgi við Merkel og flokk hennar eða ríkisstjórn séu að dala? Eða er þetta aðeins enn ein fréttin um að fréttastofan hafi enn einu sinni tekið afstöðu með jafnaðarmönnum? Samfylkingin naut ekki mikils fylgis þrátt fyrir stuðning fréttastofunnar fyrir kosningar 27. apríl 2013?

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS