Laugardagurinn 16. janúar 2021

Frakkar bíða með öndina í hálsinum eftir úrslitunum gegn Úkraínumönnum


19. nóvember 2013 klukkan 12:48

Á sama tíma og Íslendingar keppa við Króata um sæti í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Zagreb heyja Frakkar baráttu við Úkraínumenn í París. Af frönskum fjölmiðlum má ráða að mikið sé í húfi, þjóðin glími við efnahagsvanda og kynþáttahatur láti á sér bera. Fari landsliðið halloka fyrir Úkraínumönnum verði ekki aðeins ráðist á leikmennina heldur vegið enn frekar að frönsku þjóðarstolti. Þess vegna sé ekki annað í húfi á leikvanginum en að „duga eða drepast“. Raunar er sagt að Frakkar þurfi á „kraftaverki“ að halda til að komast til Brasilíu á næsta ári.

Frakkar verða þriggja marka sigur til að komast áfram eftir að hafa tapað 2:0 í Kænugarði föstudaginn 15. nóvember. Frakkar kalla lið sitt Les Bleus hina bláu og eftir útreiðina í síðustu viku sættu leikmennirnir enn meiri skömmum en venjulega í fjölmiðlum og meðal almennings. Mistakist þeim að rétta hlut sinn í leiknum í París verður tekið enn fastar á þeim á opinberum vettvangi.

Í síðustu heimsmeistarakeppni féllu Frakkar úr leik í fyrstu umferð eftir uppreisn meðal leikmanna. Falli liðið nú úr leik verður þjóðin lengi að fyrirgefa því.

„Landsliðið er einskonar spegill þjóðfélagsins,“ segir Pascal Boniface, forstjóri hugveitunnar IRIS í París. „Þegar því vegnar vel eru allir sælir og glaðir, dálítið áhugasamari. Gangi þeim illa er litið á það sem enn eitt dæmið um að hnignun þjóðarinnar.“

Framganga landsliðsins hefur einnig áhrif á viðhorf Frakka í kynþáttamálum. Þegar liðið skipað liðsmönnum af mörgum kynþáttum sigraði á heimavelli í heimsmeistarakeppninni árið 1998 undir forystu Zinedines Zidanes var litið á hátíðahöldin sem á eftir fylgdu sem tákn um að spenna á milli kynþátta væri úr sögunni í landinu og nýir fjölmenningartímar hefðu hafist.

Þegar illa fór árið 2010 beindist óvild hins vegar í garð tveggja blökkumanna í landsliðinu og sambærilegur tónn setur enn svip sinn á umræður um liðið. Jean-Marie Le Pen, stofnandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur lengi ýtt undir grunsemdir í garð leikmanna úr fjölskyldum innflytjenda í liðinu. Þá hafa sumir þjálfarar innan Knattspyrnusambands Frakklands viljað takmarka fjölda svartra leikmanna og araba í yngri liðum til að tryggja sem flesta liðsmenn í landsliðinu þegar fram líða stundir.

Boniface segir að andstæðingar blökkumanna og araba í franska landsliðinu verði sigri hrósandi tapi Frakkar fyrir Úkraínumönnum, þeir muni líta á það sem sönnun fyrir réttmæti gagnrýni sinnar á val manna í landsliðið.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS