Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Miliband sakar Cameron um að beita leikbragði til að minnka völd Verkamanna­flokksins


21. september 2014 klukkan 19:13

Ed Miliband, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur hafnað tillögu Davids Camerons forsætisráðherra um að komið skuli í veg fyrir að þingmenn úr kjördæmum í Skotlandi greiði atkvæði um málefni sem snerta England sérstaklega á breska þinginu. Hann segist ekki styðja hugmyndina sem lýst er með orðunum: „Englendingar greiði atkvæði um lög á Englandi“.

Ed Miliband

David Cameron boðaði að morgni föstudags 19. september að heimastjórn Skota yrði aukin en samhliða yrði hugað að sérstöðu laga fyrir England á breska þinginu. Kynnti hann tímasetta áætlun um hvernig staðið yrði að málum varðandi Skotland og vildi með því stuðla að sáttum eftir að sjálfstæði Skotlands var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu mánudaginn 18. september.

Undir lok baráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna birtu leiðtogar þriggja stóru flokkanna á breska þinginu heitstrengingu á forsíðu skoska blaðsins Daily Recorder þar sem þeir lofuðu að skoska þingið í Edinborg fengi aukin völd í skattamálum, ríkisfjármálum og velferðarmálum höfnuðu Skotar sjálfstæði.

Miliband segir að yfirlýsing Camerons um að komið verði í veg fyrir að þingmenn frá Skotlandi hafi atkvæðisrétt um lög á Englandi sé „pólitískt leikbragð“ sem ætlað sé að koma í veg fyrir að Miliband og flokkur hans geti náð meirihluta vegna þess hve margir þingmenn kjörnir í Skotlandi styðja Verkamannaflokkinn.

Í Andrew Marr-þættinum á BBC sunnudaginn 21. september sagðist Miliband tilbúinn að veita þingmönnum frá Englandi „meiri hlutdeild“ í lagasetningu fyrir England. Þegar Miliband var spurður nánar um afstöðu sína til þess að þingmenn frá Englandi greiddu einir atkvæði um lög fyrir England sagði hann aðeins:

„Við munum skoða allar tillögur sem verða kynntar. Það er ekki til neitt einfalt svar við þessari spurningu. Um þetta vil ég segja að ég útiloka ekki aukna hlutdeild þingmanna frá Englandi í lagasetningu. Við getum þó ekki látið nægja að hripa eitthvað um þetta aftan á umslag….“

Miliband sagði að hann mundi standa við loforðið sem hefði verið Skotum fyrir atkvæðagreiðsluna. Stjórnskipunarmálið yrði hins vegar að skoða sérstaklega og ekki afgreiða það með hraði heldur setja niður nefnd sem skoðaði allar hliðar málsins í samræmi við mikilvægi þess.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS