Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Gríski varnarmála­ráðherrann: Fari Grikkir úr evrunni sigla Spánverjar og Ítalir í kjölfarið


15. mars 2015 klukkan 13:41

Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, sagði við þýska blaðið Bild laugardaginn 14. mars að yfirgæfu Grikkir evru-svæðið mundu Ítalir og Spánverjar sigla í kjölfarið og síðan Þjóðverjar þega fram liðu stundir.

Varnarmálaráðherrann sagði:

„Splundrist Grikkland verða Spánn og Ítalía næst í röðinni og síðan á einhverju stigi Þýskaland. Við verðum þess vegna að finna úrræði innan evru-svæðisins en þetta úrræði getur ekki falist í að Grikkir verði stöðugt að borga.“

Ráðherrann sagði að í stað neyðarlána þyrftu Grikkir afskriftir lána eins og Þjóðverjar hefðu fengið árið 1953 vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sagði einnig að Þjóðverjar ættu að greiða Grikkjum stríðsskaðabætur vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. „Allar þjóðir þjóðir hafa fengið bætur vegna glæpaverka nazista nema Grikkir,“ sagði Kammenos og vísaði meðal annars til gulls sem nazistar hefði flutt til Þýskalands í stríðinu.

Varnarmálaráðherrann sakaði Þjóðverja einnig um að „blanda sér“ í innanlandsmál Grikkja og beindi þar spjóti sínu gegn Wolfang Schäuble, fjármálaráðherra Þjóðverja, sem hafði áður varað við því að „Grexident“ [Greece + accident – af slysni] gæti leitt til slita Grikkja við evruna:

„Ég skil ekki hvers vegna hann vegur að Grikklandi dag hvern með nýjum yfirlýsingum. Þetta er eins og sálrænt stríð og Schäuble eitrar sambandið milli þjóðanna tveggja með þessu.“

Í samtalinu við Bild sagði Kammenos að færu Grikkir af evru-svæðinu mundu þeir ekki taka við fleiri flóttamönnum og þar með hugsanlega skapa flóttamannakrísu á landamærum Evrópu. Hann sagði einnig að það hefði komið Grikkjum mjög illa að ESB og Bandaríkjamenn hefðu beitt Rússa refsingum vegna Úkraínudeilunnar.

Grikkir sitja einnig undir gagnrýni fyrir afstöðu sína og aðgerðir. Hollenski fjármálaráðherrann, Jeroen Dijsselbloem, formaður evru-ráðherrahópsins, sagði við hollensku sjónvarpsstöðina NOS: „Í Grikklandi kenna menn öðrum utan landsins of mikið um vanda þjóðarinnar og um þessar mundir eru Þjóðverjar vinsælasta fórnarlambið.“

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, vill að fundinn verði leið fyrir Grikki og að ríkin innan ESB standi saman.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS