Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, segir í Die Welt miðvikudaginn 18. mars: „Við höldum ekki Grikklandi á evru-svæðinu fyrir hvaða verð sem er heldur með ströngum skilyrðum sem báðir aðilar samþykkja.“ Skipar Moscovici sér með þessum orðum í hóp með Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sem útilokar ekki að Grikkir segi skilið við evruna.
Moscovici sagði jafnframt að brottför Grikkja hefði í för með sér „mikinn skaða“ fyrir evru-samstarfið. Evran væri ekki aðeins liður í gengisskráningu heldur einnig sameiginlegu myntsvæði. „Brotni einn hluti af verður allt myntsvæðið fyrir tjóni þar sem efast má um samheldni þess.“
Moscovici sagði að ekki yrði unnt að ná samkomulagi nema gríska stjórnin sýndi vilja til þess. Öllum aðilum málsins væri ljóst að „hugsanlegt þriðja neyðarlán [yrði] annars eðlis en fyrri lán,“ sagði framkvæmdastjórinn.
Grikkir hafa gefið til kynna að þeir ætli að endurvekja kröfur um stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum sem hafna öllum slíkum kröfum. Moscovici tekur undir sjónarmið Þjóðverja: „Það er almennt séð ekki til neins gagns að misnota það sem liðið er fyrir löngu til að ná fram pólitískri niðurstöðu í samtímanum,“ sagði hann.
Artikel.Te
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...