Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Frakkland: Tillaga um lágmarksþyngd sýningarstúlkna felld í þing­nefnd


21. mars 2015 klukkan 13:59

Franska þingið hefur fellt tillögu um að lögbinda lágmarksþyngd sýningarstúlkna. Þingmaður sósíalista, Olivier Véran, taugasérfræðingur, flutti tillöguna til breytinga á frumvarpi um ný heilbrigðislög.

Marisol Touraine heilbrigðisráðherra studdi breytingartillöguna. „Ég tel að sýningarstúlkur eigi að borða vel og hugsa um heilsuna. Þetta eru brýn skilaboð til ungra kvenna sem líta til þessara stúlkna sem fyrirmynda um fegurð og glæsileika,“ sagði ráðherrann í sjónvarpssamtali.

Verán lagði einnig til að lögfest yrði bann við því að „dásama átröskun (anorexiu)“, einkum á netinu.

Báðar tillögur Veráns voru hins vegar felldar í nefnd sem fjallaði um frumvarpið með þeim rökum að yrðu horaðar sýningarstúlkur settar í bann mundi það leiða til mismununar við ráðningu þeirra til starfa.

Í tillögu Veráns fólst að umboðsskrifstofur sýningarstúlkna yrðu skyldaðar til að leggja fram læknisvottorð um að umbjóðendur þeirra stæðust ákveðnar kröfur um líkamsþyngd. Yrði ekki orðið við þessari kröfu mætti sekta viðkomandi um allt að 80.000 evrum.

Eftir að tillögunum hafði verið hafnað hét Verán því að halda baráttunni áfram. „Við gefumst ekki upp!“ sagði hann við dagblaðið Le Parisien. Hann ætlaði ekki að láta við það sitja að þingnefnd hafnaði því að taka þetta í frumvarpið heldur mundi hann taka málið upp í þingsalnum sjálfum.

Þingmaðurinn vill að Frakkar skipi sér að þessu leyti á bekk með þjóðum eins og Spánverjum, Ítölum, Belgum, Sílebúum og Ísraelum. Hjá þessum þjóöum hafa verið samþykkt lög til að sporna gegn dýrkun á átröskun. Hann segir að allt að 40.000 Frakkar þjáist af átröskun, um 90% á uppvaxtarskeiði.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS