Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Norska öryggislög­reglan segir Rússa njósna um orku- og olíuiðnaðinn - upplýsingar mætti nota til skemmdarverka


25. mars 2015 klukkan 12:33

Benedicte Bjørnland, yfirmaður PST, norsku öryggislögreglunnar, flutti erindi hjá samtökunum Militære Samfund í Osló mánudaginn 23. mars. Þar kom fram að Rússar beini njósnastarfsemi sinni í Noregi að olíu- og orkuvinnslu.

Benedicte Bjørnland

Hún segir við Aftenposten að stórveldin verji gífurlegum fjármunum til njósna og að í versta falli megi nýta upplýsingar sem njósnarar Rússa afla til skemmdarverka.

„Við vitum að rússneskir njósnarar afla upplýsinga um norskar varnir og áætlanir og stefnu NATO. Það kann að gagnast rússneskum stjórnvöldum og veikja Vesturlönd. Upplýsingarnar má nota til skemmdarverka, reynist það nauðsynlegt.“

Norsku fyrirtækin Hafslund, Statkraft og Statnett hafa sameiginlega stofnað fyrirtækið KraftCert þar sem þróa skal þekkingu og færni til að takast á við öryggismál upplýsinga- og tölvutækni á sviði norskra orkumála.

Peer Østli stjórnandi nýja fyrirtækisins segir við Aftenposten að hættan sem steðjar að orkufyrirtækjum hafi aukist.

„Búi maður yfir upplýsingum um hvernig unnt sé að lama orkukerfi eins lands kunna þær að vera verðmætar fyrir óvinveitt ríki. Með þessu vísa ég almennt til erlendra ríkja en ekki til Rússa sérstaklega,“ segir hann.

Kjell Grandhagen, yfirmaður leyniþjónustu norska hersins, hefur látið orð falla um að um þessar mundir telji hann Rússa ekki ógna Noregi á neinn hátt hernaðarlega.

„Það er erfitt að sjá nokkra raunhæfa ástæðu til þess að Rússar grípi til hervalds gegn Noregi strax eða í náinni framtíð. Á hinn bóginn ber að minnast þess að áform kunna að breytast með skömmum fyrirvara,“ segir Grandhagen.

Leyniþjónusta norska hersins beinir athygli sinni nú meira en áður að framgöngu Rússa eftir að þeir innlimuðu Krímskagann fyrir einu ári.

„Við teljum að enn gildi hið sama og áður, að Rússar sjái hag sínum best borgið með góðum tvíhliða samskiptum við Norðmenn þrátt fyrir deilurnar um Úkraínu og þrátt fyrir að þær hafi haft áhrif á samskipti landa okkar,“ segir Grandhagen.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS