Föstudagurinn 15. janúar 2021

Bild: Varoufakis er á förum sem fjármála­ráðherra - ráðherrann segir þetta úr lausu lofti gripið


28. mars 2015 klukkan 12:42

Þýska blaðið Bild sagði frá því föstudaginn 27. mars að Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, íhugaði afsögn sína. Ráðherrann brást fljótt við og sagði á Twitter-síðu sinni að þetta væri tal úr lausu lofti gripið – orðrómur færi alltaf af stað þegar til tíðinda drægi í skuldaviðræðum og væri „á sinn hátt skemmtiefni“.

Fulltrúi grísku ríkisstjórnarinnar sagði þetta úr lausu lofti gripið og fullyrti við Reuters-fréttastofuna: „Ekkert af þessu er satt, þetta er víðsfjarri raunveruleikanum.“

Yanis Varoufakis

Frétt Bild var birt undir fyrirsögninni: Ætlar gríski ráðherrann að spara sjálfan sig? Með þessu er hæðst að vandræðagangi grísku ríkisstjórnarinnar við að leggja fram sparnaðartillögur í evru-ráðherrahópnum til að þar verði samþykkt að þeir fái fyrirgreiðslu fyrir 8. apríl. Í Bild segir að blaðið reisi frétt sína á heimildum innan gríska stjórnkerfisins.

„Það er aðeins spurning um tíma að Varoufakis hætti,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður í Aþenu við blaðið. „Þetta er afráðið. Það mun auðvelda samskiptin við ESB, einum Þjóðverja.“

Varoufakis situr ekki á gríska þinginu en varð fjármálaráðherra eftir sigur Syriza, bandalags róttækra vinstri flokka í þingkosningum 25. janúar. Hann hefur síðan rætt við forráðamenn ESB og ESB-ríkja um leið út úr skuldavanda Grikkja án þess að hafa lagt fram viðunandi tillögur um aðgerðir í grískum efnahags- og ríkisfjármálum. Hann hefur lent upp á kant við marga, einkum Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.

Fréttir herma að á grískum frídegi miðvikudaginn 25. mars hafi Varourfakis stillt sér upp til myndatöku með hópi stuðningsmanna sinna og þá hafi einn þeirra kallað til hans: „Haltu áfram á sömu braut!“ og ráðherrann svarað: „Ekki bara styðja mig núna. Styðjið mig þegar upp úr sýður.“ Hafi þetta ýtt undir sögusagnir um brottrekstur hans.

Bild segir að í Aþenu líti menn nú þegar á Varoufakis sem gallagrip og framkoma hans í garð Þjóðverja og Brusselmenn hafi spillt sambandi hans við Alexis Tsipras forsætisráðherra.

Deutsche Welle segir að hið hægrisinnaða Bild hafi lengi reynt að gera lítið úr gríska fjármálaráðherranum og meðal annars kallað hann „lygaráðherrann“ í tengslum við myndband sem átti að sýna að hann lyfti löngutöng í óvirðingarskyni þegar hann minntist á Þýskaland í fyrirlestri í Zagreb árið 2013. Varoufakis segir að myndbandið sé falsað.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS