Mánudagurinn 9. desember 2019

Alvarleg bankakreppa skollin á í Andorra-sögð minna á Ísland og Kýpur

Umsvif banka sautjánföld verg landsframleiðsla Andorra


29. mars 2015 klukkan 08:46
NASA
Gervitunglamynd af Evrópu

Alvarleg bankakreppa er komin upp í Andorra. Bankarnir í furstadæminu hafa 17 sinnum meiri fjármuni í sinni umsjá en nemur vergri landsframleiðslu Andorra á ári. Í tilviki Íslands var talið að þetta hlutfall hafi verið tíu sinnum verg landsframleiðsla Íslands.

Andorra er ekki aðili að ESB eða evrusvæðinu en notast við evruna á óformlegum grundveli að sögn Daily Telegraph. Blaðið segir bankakreppuna í Andorra nú sígilt dæmi um hvað geti gerzt, þegar lítið ríki laði til sín fjármálafyrirtæki með því að lofa minni háttar afskiptum eftirlitsaðila.

Blaðið segir reynslu Andorra nú minna á Ísland og Kýpur.

Á síðustu þremur vikum hafa bankamenn verið handteknir og settir í fangelsi, aðgangur innistæðueigenda að eigin fé hefur verið takmarkaður og ríkisstjórn landsins reynir að sannfæra aðrar þjóðir um að Andorra sé ekki skattaskjól.

Í Andorra búa um 77þúsund manns og þangað koma árlega yfir 10 milljónir ferðamanna.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS