Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot


30. mars 2015 klukkan 19:07

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr en eftir páska en 8. apríl eða 20. apríl hafa verið nefndir sem örlagadagar fyrir ríkissjóð Grikklands.

Margaritis Schinas, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB, sagði við blaðamenn: „Við höfum ekki enn náð landi“ þegar hann var spurður um gagn viðræðna við Grikki. „Þess vegna er nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga í Aþenu.“

Fulltrúar þríeykisins (ESB/SE/AGS) fara í saumana á hugmyndum sem gríska ríkisstjórnin hefur boðað svo að hún geti fengið 7,2 milljarða evra greidda, lokagreiðslu af 240 milljarða evru neyðarlánum.

Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði að viðræðurnar hefðu reynst erfiðar.„Við nálgumst málið með jákvæðum hætti. Þetta er ekki einfalt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði ESB-þingið.

Hann sagði að starfsmenn sínir ynnu „dag og nótt“ í leit að jákvæðri niðurstöðu.

Alexis Tsipras forsætisráðherra lofaði í síðustu viku að tillögur ríkisstjórnar sinnar yrðu kynntar mánudaginn 30. mars.

„Sú staðreynd að sérfræðingar hafa setið við störf alla helgina og áfram í dag er til marks um jákvæðan vilja og fulla alvöru af hálfu beggja aðila,“ sagði Schinas.

Allir 19 fjármálaráðherrar ervu-ríkjanna verða að samþykkja tillögur Grikkja.

Schinas sagði að embættismenn evru-ríkja mundu líklega ráða ráðum sínum næstu daga og síðan yrði ákveðið hvenær fjármálaráðherrarnir kæmu saman eftir páska.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Reuters: Bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsmönnum um 160 þúsund á tveimur árum

Tuttugu og fjórir stærstu bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsfólki um 160 þúsund manns á síðustu tveimur árum að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtals fækkuðu þessir bankar starfsmönnum sínum um 59 þúsund á síðasta ári.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS