Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum.
Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefur verið fylgst með framvindu alþjóðlegra stjórnmála og efnahagsmála í þessu ljósi. Efni síðunnar hefur verið reist á fréttum, fréttaskýringum, pistlum og ritstjórnardálkum.
Alþingi Íslendinga tók sögulega og örlagaríka ákvörðun 16. júlí, 2009, þegar samþykkt var að óska eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir okkur, sem að Evrópuvaktinni stöndum, hefur vakað að sjá til þess, að Íslendingar fljóti ekki sofandi inn í Evrópusambandið.
Nú er ljóst að það gerist ekki. Aðildarviðræður hafa reynst árangurslausar vegna ágreinings um sjávarútvegsmál. Þær hefjast ekki að nýju nema þjóðin samþykki það í atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin hefur óskað eftir að Ísland verði ekki lengur skráð sem umsóknarríki hjá Evrópusambandinu – um þá ákvörðun er deilt á heimavelli og í Brussel hefur ESB ekki orðið við óskinni.
Umsjónarmönnum Evrópuvaktarinnar er ljóst að ESB-aðild verður ekki tekin af dagskrá íslenskra stjórnmála. Þeir gera hins vegar hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar vegna þáttaskilanna sem við blasa að því er hugsanlega aðild Íslands varðar. Hún er fjarlægari en fyrir 16. júlí 2009. Umræður liðinna ára hafa leitt í ljós að allur málatilbúnaður aðildarsinna er hruninn til grunna.
Um leið og umsjónarmenn þakka þúsundum lesenda Evrópuvaktarinnar samfylgdina undanfarin fimm ár vilja þeir minna á vefsíður sínar styrmir.is og bjorn.is þar sem þeir lýsa skoðunum sínum auk þess sem þeir láta að sér kveða annars staðar á vettvangi fjölmiðla.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...
Reuters: Bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsmönnum um 160 þúsund á tveimur árum
Tuttugu og fjórir stærstu bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsfólki um 160 þúsund manns á síðustu tveimur árum að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtals fækkuðu þessir bankar starfsmönnum sínum um 59 þúsund á síðasta ári.