Laugardagurinn 28. maí 2022

Lokun nektardansstaða í Bretlandi sögð mannréttindabrot


21. apríl 2010 klukkan 15:43

Eigendur nektar- eða kjöltudansstaða í Bretlandi undirbúa málaferli fyrir mannréttindadómstóli Evrópu vegna nýrra breskra laga, sem veita sveitarfélögum rýmri heimild en áður til að neita kjöltudansstöðum um starfsleyfi. Lögin skylda eigendur staðanna til að endurnýja leyfi sín.

Michael Albov
Evrópskur nektardansari við störf sín.

Chris Knight, formaður félags eigenda kjöltudansstaða, sagði við breska dagblaðið The Guardian, að endurnýi sveitarfélög ekki leyfin væru þau í raun að svipta eigendurna eignum sínum og atvinnu. Mannréttindasáttmáli Evrópu mælti fyrir um vernd þessara réttinda. Þess vegna væru félagsmenn sínir að búa sig undir að fara með málið eins langt og þeir gætu innan dómskerfisins.

Samkvæmt nýju lögunum hafa sveitarfélög heimilt til að loka dansstöðum séu þeir nálægt kirkjum eða skólum. Richard Kemp, varaformaður sambands breskra sveitarfélaga, segir, að hefji eigendurnir málarekstur, verði látið reyna á fjárhagslega burði þeirra til þess, því að sveitarfélögin muni ekki gefa eftir sinn hlut fyrr en í fulla hnefana.

Richard Arnot, lögmaður eigenda kjöltudansstaða, segir að starfsemi þeirra njóti verndar samkvæmt 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Hafi menn fengið leyfi til að reka slíka starfsemi, megi þeir gera það, nýju lögin brjóti gegn þeim rétti. Kemp segir, að sveitarfélögin blási á þessi rök, því að mörg önnur ákvæði sáttmálans styðji nýju lögin, ákvæði, sem snerti jafnrétti og kyn.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS