Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, varð að beygja sig undir ákvörðun meirihluta ESB-ríkja um ábyrgð Breta vegna aðstoðar við evru-ríki. Hann neitaði hins vegar að ganga í ábyrgð fyrir risasjóði til bjargar evrunni.
Ákvörðun fjármálaráðherra ESB-ríkjanna 9. maí í því skyni að bjarga evrunni byggðist öðrum þræði á 122.2 gr. stofnsáttmála Evrópu um heimild til að aðstoða ríki í fjárhagslegum vandræðum vegna atvika, sem ekki eru á valdi ríkjanna. Var ákveðið að auka ábyrgðir vegna slíkra aðgerða (alls 110 milljarðir evra) og láta þær ná jafnt til aðstoðar við evru-ríki og ríki utan evru-svæðisins. Til þessa hefur ákvæðið verið túlkað á þann veg, að það næði ekki til evru-ríkja.
Þar sem ákvörðun um þessar sameiginlegur ráðstafnir byggist á stofnsáttmála ESB, réð meirihluti ríkja niðurstöðunni. Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, fór inn á ráðherrafundinn í Brussel með því orð á vörunum, að hann mundi aldrei samþykkja ábyrgðarskuldbindingar fyrir Breta vegna evru-ríkja, þau yrðu að sjá um sig sjálf.
Eftir fundinn er ljóst, að Darling stóð ekki við stóru orðin. The Daily Telegraph segir 10. maí, að Darling hafi verið neyddur til að veita ábyrgð fyrir hönd Breta vegna stöðugleikaaðgerða og 9,6 til 13 milljarðir punda ábyrgðir lendi á Bretum fari Spánn og Portúgal sömu leið og Grikkland.
Samhliða því sem ákveðið var að túlka 122.2 gr. stofnsáttmálans á þennan veg og auka ábyrgðir allra ESB-ríkja vegna þess, var einnig gengið frá því að koma fót enn stærri sjóði (440 milljöðrum evra) til að standa að baki evrunni. Ábyrgðir vegna hans hvíla aðeins á evru-ríkjunum í samræmi við skuldbindingar þeirra að baki Seðlabanka Evrópu. Öðrum ESB-ríkjum er frjálst að leggja evru-ríkjunum lið við þetta björgunarstarf og hafa Svíar og Pólverjar lýst vilja til að gera það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur 220 milljarði evra til þessa sjóðs
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.