Starfshópur forsætisráðuneytisins telur að vanda verði undirbúning
Starfshópur forsætisráðuneytisins um endurbætur í stjórnsýslu telur, að þess beri að gæta í tengslum við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, að í því felist áhætta að taka þátt í alþjóðavæðingu án nægilegs undirbúnings og skjóls í alþjóðakerfinu. Icesave-málið og beiting hryðjuverkalaganna í Bretlandi séu víti til að varast í því efni.
Starfshópurinn starfaði undir formennsku Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, og var honum falið að fjalla um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.
Á bls. 49 í skýrslunni segir:
„Bæði Icesave-málið og beiting hryðjuverkalaganna í Bretlandi sýna þá áhættu sem felst í því að taka þátt í alþjóðavæðingu án nægilegs undirbúnings og skjóls í alþjóðakerfinu. Að þessu þarf sérstaklega að huga í tengslum við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Með þátttöku í Evrópusamstarfinu hlýtur hefðbundin verkaskipting utanríkisþjónustunnar og annarra greina stjórnsýslunnar að koma til endurskoðunar. Mikilvægt er að sú þekking á alþjóðasamstarfi, sem er til staðar í utanríkisþjónustunni, nýtist ekki bara við almenna mótun utanríkisstefnu heldur í auknum mæli á einstökum sviðum Stjórnarráðsins. Að á þetta hefur skort má ráða nokkuð af því hve litlu hlutverki utanríkisþjónustan gegnir í þeirri frásögn sem finna má í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, m.a. því að sendiherra Íslands í London hafði vitneskju sína um hugsanlegan flutning Icesave-reikninga í dótturfélög í Bretlandi úr sjónvarpsþáttum og fjölmiðlum ytra.“
Starfshópurinn skýrir ekki nánar, hvað felst í orðum hans um, að þátttaka í Evrópusamstarfinu kalli á endurskoðun starfsskiptingar innan stjórnarráðsins. Óljóst er, hvort hópurinn er þar að gera því skóna, að Ísland gerist aðili að ESB eða hvort hann er að lýsa núverandi stöðu. Í skýrslu Evrópunefndar forsætisráðuneytisins frá því í mars 2007 er að finna tillögur um aukna virkni í samstarfi Íslands og Evrópusambandsins, án þess að þar sé gert ráð fyrir breytingum á verkaskiptingu ráðuneyta eða auknu hlutverki utanríkisráðuneytisins nema til þjónustu við önnur ráðuneyti.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.