Laugardagurinn 28. maí 2022

Versta staða Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni

segir Jean-Claude Trichet, seðlabanka­stjóri Evrópu, við Der Spiegel


16. maí 2010 klukkan 08:21

Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, telur, að Evrópa kunni að standa frammi fyrir alvarlegasta vanda sínum í 65 ár. „Á því er enginn vafi, að síðan í september 2008 hefur staða okkar verði hin erfiðasta síðan í síðari heimsstyrjöldinni, ef til vill síðan í hinni fyrri,“ segir seðlabankastjórinn í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel, sem vitnað er til um heim allan um þessa helgi.

Monika Flueckige
Jean-Claude Trichet

Jean-Claude Trichet segir af og frá, að spákaupmenn ráðist á evruna, þótt gengi hennar hafi ekki verið lægra í rúma 18 mánuði. Hann segir, að léleg stjórn ríkisfjármála í evru-ríkjunum sé undirrót vanda evrunnar. Í breska blaðinu The Daily Telegraph segir, að þessi orð séu léttir fyrir stjórnendur vogunarsjóða, sem legið hafi undir þungri gagnrýni.

Spiegel-viðtalinu hafnar Trichet því einnig sem „vitleysu“, að ríkisstjórnir ESB-ríkja hefðu knúið evrópska seðlabankann til að grípa til aðgerða ríkisskuldavandans.

Trichet segir, að fall evrunnar – hún lækkaði um 1,5% gagnvart dollar föstudaginn 14. maí – væri ríkisstjórnunum sjálfum að kenna. „Þetta er ekki árás á evruna. Þetta snýst um ríkisfjármálin og þar með fjármálalegan stöðugleika á evru-svæðinu. Það er ljóst, að meginskylda Evrópumanna felst í því að gera viðeigandi ráðstafanir til að snúast gegn núverandi spennu í Evrópu.“

Evrópski seðlabankinn tók umdeilda ákvörðun fyrir viku um að kaupa evrópsk ríkisskuldabréf í því skyni að styrkja skuldabréfamarkaðinn. Bankinn hafði áður lagst gegn slíkum kaupum, en Trichet hafnar öllum tilgátum um, að hann hafi verið neyddur til að breyta um stefnu. „Þetta er vitleysa,“ sagði hann. „Við höfum fullt sjálfstæði við töku ákvarðana, og við höfum oft snúist gegn sjónarmiðum leiðtoga ríkjanna.“

Seðlabankastjórinn lýsti þeirri skoðun, að nauðsynlegt væri að taka risaskref til að fylgjast með fjáralagagerð og framkvæmd fjárlaga í ESB-ríkjum. Óhjákvæmilegt væri að grípa til refsiaðgerða gegn þeim ríkjum, sem færu ekki að settum reglum til að skapa stöðugleika á evru-svæðinu. Í reglunum felst að fjárlagahalli má ekki fara umfram ákveðin mörk, en ríkisstjórnir hafa haft þau skilyrði að engu.

Um miðja vikuna lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögur um kerfi undir sinni stjórn til að fylgjast með fjárlagagerð ESB-ríkja. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði af því tilefni, að ekki væri unnt að starfrækja myndtbandalag án sameiginlegrar efnahags- og ríkisfjármálastjórnar. Vilji ríkin ekki slíka stjórn, geti þau gleymt myntsamstarfinu. Forsætisráðherra Svía lýsti strax andstöðu við þessar tillögur og þær hafa hlotið dræmar undirtektir víðar, til dæmis eru flestir franskir þingmenn þeim andvígir. Í Þýskalandi er einnig andstaða við þessar hugmyndir meðal þingmanna.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS