José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir, að framtíð Evrópuverkefnisins séu í húfi, þegar leiðtogar ESB-ríkjanna ræði leiðir til að styrkja reglur um fjárlög ríkjanna og framtíð þeirra. Framkvæmdastjórnin muni leggja fram tillögur sínar um hertar reglur á þessu sviði snemma í september nk..
Tillögurnar muni birtar einum mánuði áður en vinnuhópur undir formennsku Hermans Van Rompuys, forseta leiðtogaráðs ESB, um efnahagslega stjórnun lýkur gerð tillagna sinna. Segir í The Irish Times, að með þessari tímasetningu vilji framkvæmdastjórnin árétta frumkvæðisrétt sinn við framlagningu laga innan ESB.
Barroso lét þessi orð falla 6. júlí í ræðu á ESB-þinginu í Strassborg. Þegar hann svaraði spurningum þingmanna, sagði Barroso, að mikilvægt væri, að framkvæmdastjórn, þing og ráðherraráð ESB ynnu náið og vel saman við að móta nýjar ESB-reglur um efnahagslega stjórnarhætti.
„Í húfi er framtíð evrunnar og í raun einnig að verulegu leyti framtíð Evrópuverkefnis (European project) okkar,“ sagði hann.
Í The Irish Times segir, að í nýju reglunum muni felast næstum sjálfkrafa fjármálalegar refsiaðgerðir gegn ríkisstjórnum, sem brjóti ESB-reglur um halla á ríkissjóði og opinberar skuldir. Til aðgerðanna yrði gripið skömmu eftir, að reglurnar hefðu verið brotnar.
Refsingin fælist í því, að tekið yrði fyrir greiðslur af ESB-fjárlögum til viðkomandi ríkis, efnahagslegt eftirlit yrði aukið til að kanna húsnæðisverð, launakostnað og aðra hagvísa. Þá fælu reglurnar í sér, að ríkisstjórnir ætti að leggja drög að fjárlagafrumvörpum sínum fyrir ESB-embættismenn í Brussel, áður en þau yrðu kynnt á þingum einstakra landa. Eru flest ESB-ríki sögð hafa fallist á þetta.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.