Jörg Haider, austurríski stjórnmálamaðurinn, sem lést í bifreiðaslysi 2008, er sagður hafa skotið 45 milljónum evra undan á leynireikninga í Liechtenstein að sögn austurríska fréttatímaritsins Profil.
Í tímaritinu segir, að leynireikningarnir hafi fundist með samstarfi yfirvalda í Austurríki, Sviss og Þýskalandi, sem unnu að því að rannsaka, hvernig staðið var að verki, þegar BayernLB eignaðst austurríska bankann, HGAA árið 2007.
Við rannsóknina komu í ljós 12 fyrirtæki, sem voru skráð í Liechtenstein og tengdust Jörg Haider.
Samkvæmt frásögninni í Profil runnu hið minnsta 45 milljónir evra um þá reikninga, sem tengdust fyrirtækjunum. Nú séu þar fimm milljónir evra. Ekki er ljóst hvaðan peningarnarnir komu eða til hvaða fjárfestinga þeir voru notaðir.
Claudia Haider, ekkja Jörgs, segist ekki hafa vitað neitt um þessa reikninga í samtali við fréttastofuna APA í austrurríki.Stefan Petzner, náinn samstarfsmaður Haideirs, segir, að þessar fjárhæðir séu ótrúlega háar. „Kannski hafa þeir ruglast á shillingum og evrum,“ sagði hann. Á sínum tíma voru 14 shillingar í evrunni.
Jörg Haider var drukkinn undir stýri, þegar hann fórst í bílslysi 2008. Hann var þekktur fyrir að lifa hátt og eyða miklu fé í kosninganaráttu sína. Hann var forsætisráðherra í Kärnten-héraði og auk launa fyrir það embætti hafði hann tekjur af miklum skógum, sem hann átti.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.