Auðugasta erfðaríki Evrópu, furstadæmið Liechtenstein, notar fjármálafyrirtækið Corpnordic í Kaupmannahöfn og eignarhaldsfélag í vörslu þess til að millifæra tugi milljarði íslenskra króna árlega, að sögn danska blaðsins Börsen, 11. ágúst.
Eignarhaldsfélagið LGT holding Denmark ApS á dótturfélög um heim alla, þar á meðal í Þýskalandi, Írlandi, Japan, Bandaríkjunum og Sviss, þar sem stærsti eignarhlutinn í danska félaginu er í höndum dótturfélagsins LGT Holding International AG, sem er í einkaeign.
Af reikningum sjóðs furstans og fjölskyldu hans, LGT Group, sem annast fjársýslu fyrir fjölskylduna og af reikningum danska eignarhaldsfélagsins má ráða, að á hverju ári séu meira en milljarður danskra króna, meira en 20 milljarðar íslenskra króna, millifærðar til svissneska félagsins gegnum danska félagið.
Skoðun á reikningunum sýnir, að í nóvember 2009 voru færðir 220 milljónir svissneskra franka, 1,1 milljaður danskra króna, frá LGT Holding Malaysia Ltd. í danska félagið. Sama dag voru peningarnir fluttir frá Danmörku til dótturfélagsins LGT Holding International AG í Svisss.
Árið 2008 voru þrisvar sinnum millifærðar 1,2 milljarðar danskra króna frá Malasíu. Mest af fénu var strax framsent til svissneska félagsins.
Í Börsen segir, að ekki sé vitað, hvers vegna fjármunirnir séu sendir frá Malasíu um Danmörku til Sviss. Blaðið telur, að ein skýring kunni að vera, að dansk-svissneskar skattareglur geri kleift að senda hagnað frá Sviss til móðurfélaga og þaðan áfram án skattgreiðslu.
Þess er getið í fréttinni, að prins Hans-Adam II von und zu Liechtenstein hafi verið talin sjötti ríkasti maður heims í tímaritinu Forbes árið 2008 og hafi eignir hans numið 5 milljörðum dollara.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.