Laugardagurinn 28. maí 2022

Lokuðu höfninni í Peterhead fyrir færeyskum togara - hóta Íslendingum hinu sama

Skotar hafa í hótunum í The Guardian


23. ágúst 2010 klukkan 17:42

50 skoskir sjómenn lokuðu í síðustu viku höfninni í Peterhead í Aberdeenskíri í Skotlandi, þegar færeyski togarinn Júpiter ætlaði að landa þar 1.100 tonnum af makríl. Með því vildu sjómennirnir árétta reiði sína vegna einhliða ákvörðunar Færeyinga um makrílkvóta, að því er segir í breska blaðinu The Guardian mánudaginn 23. ágúst.

Frá höfninni í Peterhead í Skotlandi, sem sjómenn lokuðu, þegar færeyski togarinn Júpíter kom þangað með markíl í síðustu viku.

Segir hið landskunna breska blað frá makríldeilunni við Færeyinga og Íslendinga á heilli síðu og segir hættu á makrílstríði vegna hennar.

Í The Guardian er vitnað í skoska ESB-þingmanninn Struan Stevenson, sem er jafn stóryrtur í garð Færeyinga og Íslendinga og endranær í öðrum fjölmiðlum. The Guardian minnir á, að Stevenson sé fyrsti varaformaður fiskiveiðinendar ESB-þingsins. Hann kallar Færeyinga og Íslendinga „nútíma víkinga, sem fari um rænandi og ruplandi“ Ekki dugi annað en viðskiptaþvinganir til að brjóta ofríki þeirra á bak aftur.

Stevenson hvetur til þess, að fordæmi sjómannanna í Peterhead sé fylgt. „Við eigum að hóta að loka öllum ESB-höfnum fyrir færeyskum og íslenskum skipum, hindra allan innflutning frá þessum löndum og sýna þeim í tvo heimana með alvöru okkar,“ segir hann.

Hann vill, að þetta sé gert að lykilatriði í ESB-aðlögunarviðræðunum við Íslendinga. Stevenson segir:

„Þar höfum við þjóð sem kemur að viðræðuborðinu til að gerast aðili að ESB. En hvað hefur hún fært okkur? Eldfjallaöskuský. Fjárhagsvandræði með þjóðaratkvæðagreiðslu sinni og neitun um að greiða það, sem hún skuldar Bretum. Og nú leyfa Íslendingar sér að ganga fram af þessari einstöku frekju vegna fiskstofns.

Þeir fremja lögbrot með veiðum sínum, gefa ekki skýrslur um þær og lúta ekki vottunarreglum.“

Stevenson segir við The Guardian, að erfitt verði að knýja Íslendinga til hlýðni, því að þeir séu enn svo upp með sér af árangri sínum í þorskastríðunum á sjötta og áttunda áratugnum, þegar vörpur hafi verið klipptar aftan úr breskum togurum og breski flotinn hafi verið sendur þeim til varnar. Hann segir:

„Þeir eru svo montir yfir að telja sig sigurvegara í þorskastríðinu, að varðskipinu, sem skaut kúlu á breskt herskip, hefur nú verið breytt í vinsælan veitingastað í Reykjavíkurhöfn. Þeir lifa enn í þessari sigurvímu og halda að þeir geti sigrað að nýju.

Þeir ættu hins vegar að hugsa sinn gang. Því að nú er ekki aðeins við Breta eina að eiga. Þeir eiga í höggi við allt ESB-veldið og einnig næstu nágranna sína, Norðmenn.“

Ian Gatt, formaður félags skoskra uppsjávarveiðimanna, segir við The Guardian, að hann voni, að ekki þurfi að endurtaka það, sem gerðist í Peterhead í síðustu viku. Hins vegar skyldu Færeyingar og Íslendingar gæta sín, svo að ekki verði að nýju tekið að móti togurum þeirra á þennan hátt. Gatt segir:

„Okkar mönnum fannst verið að setja salt í sárið með því togari sigldi í höfn í Skotlandi með ósk um að fá að landa þar. Ekki að okkur heilum og lifandi. Skotar munu ekki sýna þeim annálaða gestrisni sína, það kemur ekki til greina.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS