Eva Joly verður forsetaframbjóðandi franskra græningja samkvæmt því, sem ákveðið var á sumarþingi þeirra í borginni Nantes í lok síðustu viku. Í frásögn af þinginu í franska blaðinu Le Monde mánudaginn 23. ágúst, segir blaðamaðurinn Alexandre Piquard, að Eva Joly sé óvenjulegur frambjóðandi vegna uppruna síns, þar sem hún sé norsk. Hið sama megi segja um boðskap hennar, hlustað hafi verið í trúarlegri þögn, þegar hún sagði frá ráðgjafahlutverki sínu á „gjaldþrota Íslandi“.
Alexandre Piquard segir, að ef til vill sé það vegna uppruna síns, sem Eva Joly taki fleiri dæmi en franskir stjórnmálamenn almennt frá útlöndum – og af evrópskum vettvangi - í ræðum sínum. Sumum finnist sá málflutningur frekar óspennandi og fjarlægur. Kynni þetta að spilla fyrir henni, spyr blaðamaðurinn en bætir síðan við:
„Fimmtudaginn [19. ágúst], þegar hún sagði frá hlutverki sínu sem ráðgjafi á gjaldþrota Íslandi, virtust forystumenn umhverfisverndarsinna áhugasamir, þeir hlustuðu í trúarlegri þögn. Mun hið sama gerast í sjónvarpi, á prime time [orð franska blaðamannsins], andspænis hinu goðsagnakennda “heimili yngra en 50 ára„? Eða þegar Eva Joly stendur andspænis þeim, sem hún telur pólitískan óvin sinn, Nicolas Sarkozy? Það er ekki ómögulegt, ef henni tekst að snúa því, sem margir telja henni lítt til tekna sér í hag, með því að skipa sér í gegn hinu viðtekna, nýta sér tækni “l‘anti-système„ á fjölmiðlavettvangi.“
Blaðamaður Le Monde telur, að Eva Joly hafi reynt að nýta sér þessa tækni á sumarþingi græningja með sterkum hreim sínum og hægri framsögn á löngum setningum. Undir lok greinar sinnar vitnar hann í lokaræðu Evu Joly á sumarþinginu, þegar hún sagði:
„Þið spyrjið ykkur kannski, hvernig kona með veika rödd og erlendan hreim geti flutt boðskap umhverfissinna. Hver okkar hefur sinn hreim, eftir því hvort þeir koma frá Marseille, Béthune, Strassborg eða eru Rómar (sígaunar). Ég er á sinn hátt fulltrúi þeirra allra...“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.