ESB-reglur eru ekki umsemjanlegar
„Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika, að orðið “samningaviðræður„ (negotiation) getur verið villandi. Samningaviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, framkvæmd og hagnýtingu ESB-reglna – um 90 þúsund síðna af þeim. Þessar reglur (einnig þekktar sem “acquis„ franskt orð yfir það, sem hefur verið samþykkt)eru ekki umsemjanlegar.
Fyrir umsóknarríki snýst þetta fyrst og fremst um að samþykkja hvernig og hvenær það tekur upp og framkvæmir ESB-reglur og aðferðafræði. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og árangursríkri framkvæmd umsóknarríkis á þessum reglum.“
Þannig er aðlögunarviðræðum að Evrópusambandinu lýst (í lauslegri þýðingu) í kynningarbæklingi þess sjálfs, sem nefnist : Understanding Enlargement. The European Union´s enlargement policy, sem Olli Rehn skrifar formála fyrir.
Til þess að ekkert fari á milli mála er textinn, sem hér er vitnað til birtur á ensku en hann er svohljóðandi á því tungumáli:
„First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.
And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.