Franski blaðamaðurinn Jean Quatremer, sem skrifar fyrir La Liberation frá Brussel og heldur útí vefsíðunni Coulisses de Bruxelle, UE, blæs á vefsíðu sinni laugardaginn 25. september nýju lífi í umræðurnar um árás Viviane Reding, dómsmálastjóra ESB, á Frakka vegna brottflutnings Sígauna frá Frakklandi.
Jean Quatremer segir, að á blaðamannafundi 14. september hafi Reding gagnrýnt Frakka harðlega en hann hafi þó talið ræðu hennar á ensku innan hóflegra marka. Hann bendir hins vegar á, að þetta hafi ekki verið hið eina, sem hún hafi haft um málið að segja við fjölmiðla þennan dag, því að hún hafi talað á frönsku á belgísku sjónvarpsstöðinni RTBF. Orð henna þar skýri vafalaust reiði Nicolas Sarkozys og stuðningsmanna hans í garð Reding. Þetta viðtal við dómsmálastjórann hafi algjörlega farið fram hjá öðrum fjölmiðlamönnum og þar á meðal Quatremer sjáfum. Hann telur það skaða, því að þar sé að finna skýringuna á deilunum milli Frakka og embættismanna í Brussel.
Quatremer birtir þetta fréttaviðtal við Reding, þar sem hún segir: „Við eigum vondar minningar um brottflutning í síðari heimsstyrjöldinni, hefjist þær aftur, jafngildir það endalokum Evrópu. Ég segi nei við slíku og berst gegn því í varðstöðu minni um sáttmálana!“ Quatremer segist stórundarlegt að hlusta á þessa fíflalegu yfirlýsingu. Að bera brottvísun Sígauna til lýðræðisríkis innan Evrópusambandsins saman við útrýmingu gyðinga og Sígauna sé algjörlega út í hött.
Hann segir, að ræða Reding á blaðamannafundinum hafi verið mun hófsamari, þegar hún sagði: „Mér var sjálfri brugðið vegna þess að aðstæður gáfu til kynna, að fólk væri flutt á brott frá einu aðildarríki aðeins vegna þess að það tilheyrði ákveðnum þjóðernislegum minnihluta. Ég taldi, að í Evrópu yrðum við aldrei aftur vitni að slíku ástandi eftir síðari heimsstyrjöldina.“ Með öðrum orðum, segir Quatremer, þá gagnrýni hún kynþáttafordóma en ekki „brottflutning“. Hún forðist með öðrum orðum allan samanburð við nasisma.
Ráðgjafar Sarkozy hafi lagt fyrir hann allt, sem Reding sagði um máið, áður en forsetinn hélt til leiðtogaráðsfundar í Brussel 16. september. Forsetinn hafi verið betur að sér en blaðamennirnir, sem undruðust, hve reiður hann var vegna samanburðar við Reding voðaverk nasista. Pistli sínum lýkur Quatremer með því að krefjast þess, að Reding biðjist afsökunar á orðum sínum í RTBF-sjónvarpsstöðinni. Hann segist einnig skilja betur en áður, hvers vegna dómsmálastjórinn hafi neitað að ræða við alla fjölmiðlamenn eftir 14. september.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.