Í skýrslu um nýja öryggis- og varnarmálastefnu Breta segir, að þjóðin sé að stíga inn „tíma óvissu“ og standi frammi fyrir „annars konar og flóknari ógnvöldum úr ótal áttum“ en áður.
„Í kalda stríðinu blasti við okkur tilvistarógn frá andstæðu ríki og mátti gera sér viðunandi grein fyrir hernaðar- og kjarnorkumætti þess. Okkur er ekki lengur ógnað á svo fyrirsjáanlegan hátt,“ segir í skýrslunni. Þar er einnig lögð áhersla á nauðsyn þess að greina váboða og snúast gegn þeim, áður en þeir breytast í átök eða hættuástand.
Al-kaída er nefnt til sögunnar sem „helsta ógn við þjóðaröryggi á líðandi stundu“. Í skýrslunni er bent á, að annars konar hugmyndafræði kunni að vaxa ásmegin og geta af sér ofbeldishópa meðal innflytjenda til Bretlands.
„Fyrir því má færa sterk rök, að á næstu tíu árum breytist öfgafullir áhangendur nýrrar hugmyndafræði eða kenningakerfis úr áróðursmönnum í hryðjuverkamenn.“
Í skýrslunni er í fyrsta sinn stigið það skref, að skipta hættum, sem steðja að Bretlandi í þrjá flokka:
Meginhættur sem steðja að Bretlandi eru alþjóðleg hryðjuverk, írsk hryðjuverk, tölvuhernaður gegn stoðkerfum samfélagsins, hernaðarátök milli ríkja, meiriháttar slys eða náttúruhamfarir, þar á meðal flensufaraldur.
Í næsta hættuflokki er árás á Bretland með efna-, lífefna- geisla- eða kjarnorkuvopnum; uppreisn eða borgarastríð utan Bretlands sem skapar aðstæður, sem hryðjuverkamenn geta nýtt sér; skipulögð glæpastarfsemi og hrun fjarskipta með árás annars ríkis á gervitungl.
Í þriðja hættuflokknum er hefðbundin hernaðarárás annars ríkis á Bretland; árás á verndarsvæði Breta erlendis; hefðbundin hernaðarárás á annað ESB- eða NATO-ríki; umtalsverð fjölgun hryðjuverkamanna, skipulagðra glæpamanna, ólöglegra innflytjenda og ólögmæts innflutnings til Bretlands; losun geislavirks efnis frá borgaralegri kjarnorkustöð; truflun á olíu- og gasflutningum og tímabundin truflun á innflutningi frá öðrum löndum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.