Bandaríska strandgæslan þarf tæki og aðstöðu á norðurslóðum til að fylgja eftir yfirráðarétti Bandaríkjanna og bregðast við meiri mannaferðum en áður, segir yfirmaður strandgæslunnar í Alaska.
Í Alaska hafa Bandaríkjamenn sérstakar áhyggjur af auknum siglingum Rússa í Norður-Íshafi. Aðeins 56 mílur skilja að norðvestur Alaska og Síberíu, það er Norður-Ameríku og Asíu, þar sem Beringshaf tengist Norður-Íshafi.
„Beringssund verður mikilvæg siglingaleið í framtíðinni og við sjáum áhuga Rússa á henni, hvernig þeir kynna hana sem flutningaleið norður fyrir Rússland um þessar mundir,“ sagði Christopher C. Colver, flotaforingi nýlega í samtali við AP-fréttastofuna.
Flotaforinginn er yfirmaður sautjánda svæðis bandarísku strandgæslunnar. Höfuðstöðvar hans eru í Juneau í Alaska og ber ábyrgð á öllum verkefnum strandgæslunnar í Alaska og undan ströndum ríkisins. Svæðið nær yfir hluta Norður-Kyrrahafs, Norður-Íshaf og Beringshaf og er álíka stórt og landsvæði Bandaríkjanna í heild. Strandlengja Alaska er lengri en öll undir strandlengja Bandaríkjanna samanlögð.
Flotaforinginn segir, að þörf sé á nýjum ísbrjótum og nýjum bækistöðvum við Norður-Íshaf. Hann segir, að strandgæslan ráði nú yfir þremur ísbrjótum, en aðeins einn þeirra, Healy, sé haffær. Hinir ísbrjótarnir Polar Sea og Polar Star eru í slipp og koma aftur í gagnið árin 2011 og 2013.
Colvin sagði, að strandgæslan þurfið bækistöð í norðurhluta Alaska, en nyrsta stöð hennar þar er 1.000 mílur fyrir sunnan nyrsta odda landsins. Hann lagði til að reist yrði stöð í Barrow, nyrsta bæ Bandaríkjanna. Þar yrði flugskýli fyrir C-130 Herkúles-vél og H60 þyrlur strandgæslunnar.
Heimild: BarenstObserver
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.