„Ég hef heyrt marga vini mína segja, að skjóta eigi stjórnmálamennina fyrir landráð. Tónninn er orðinn svo harkalegur núna, hann var ekki svona áður. Þetta er hrollvekjandi,“ segir Nina Vodstrup Andersen við Morgenavisen JyllandsPosten 4. desember.
Hinn 26 ára danska kona hefur búið á Írlandi síðan um sumarið 2007, þegar enn var litið á efnahagsárangur landsins sem undraverðan á evru-svæðinu vegna mikils hagvaxtar árum saman og síbatnandi lífskjara.
JyllandsPosten minnir á að fjármálakreppan hafi sprengt húsnæðisbólu á Írlandi árið 2008 og þar með hafi bankar tapað stórfé. Ríkisstjórnin hafi lengi talið að hún gæti komið í veg fyrir efnahagslegt hrun með því að dæla milljörðum evra enn og aftur inn í bankana. Hinn 21. nóvember hefðu ráðherrarnir hins vegar orðið að láta undan alþjóðlegum þrýstingi og fara bónarveg til ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsuns (AGS) með óskum um neyðaraðstoð.
„Mörgum í kunningjahópi mínum finnst að núverandi ríkisstjórn hafi selt sig og land sitt til ESB og AGS í hrossakaupum til að bjarga sjálfri sér og vinum sínum innan fjármálakerfisins. Þeir telja að Írland hafi tapað sjálfstæði sínu með því sem hefur gerst. Sjálfstæðinu sem forfeður þeirra börðust fyrir og náðu árið 1922. Þeim finnst þeir niðurlægðir gagnvart umheiminum. Þess vegna ná tilfinningarnar fljótt yfirhöndinni þegar rætt er um málið,“ segir Nina Vodstrup Andersen.
Árið 2007 hafði hún einmitt lokið BA-prófi í miðalda-fornleifafræði með háskólann í Árósum og hélt til Írlands til starfsnáms við Þjóðminjasafn Írlands í Dublin.
Hún ætlaði aðeins að dvelja á Írlandi í þrjá mánuði en réðst síðan til fornleifarannsókna í nágrannabænum Kilkenney. Síðan kynntist hún Íra og undirbúa þau nú brúðkaup sitt. Hann er hins vegar atvinnulaus trésmiður eftir hrunið og þau íhuga að flytja úr landi. Nina Vodstrup Andersen segir að hún þekki að minnsta kosti 10 úr vinahópi sínum sem hafi þegar yfirgefið Írland. Vinsælast sé að leita fyrir sér í Bandaríkjunum og Kanada, auk þess er Ástralía vinsæl. Þetta minni á fyrri brottflutning Íra frá landi sínu.
Hin unga danska kona segist hafa þá tilfinningu að írskt þjóðfélag sé að „fara af límingunum“ . Enginn beri neitt traust til ríkisstjórnarinnar, almennt sé litið á núverandi ráðherra sem hóp misindismanna, sem hugsi ekki um annað en eigin skinn og vina sinna á kostnað almennings.
Það sé ekki aðeins stjórnarflokkurinn sem eigi undir högg að sækja, því að vantrúin nær einnig til stjórnarandstöðunnar. Öryggisleysið sé hið versta við núverandi stöðu. Enginn viti í raun hvað gerist næst. Fólk trúi því einfaldlega ekki að þær ráðstafanir sem hafi verið gerðar dugi til að vinna bug á öngþveitinu. Hún óttast að reiðin breytist í ofsafengna þjóðernishyggju.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.